Sunnudagur, 19. júlí 2009
Er endurskoðunarnefnd almannatrygginga sofnuð?
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir tók við embætti félags-og tryggingamálaráðherra í ríkisstjórn 2007 var hún staðráðin í að endurskoða og efla almannatryggingar. Hún skipaði nefnd til þess að endurskoða almannatryggingar og nefndin átti að skila áliti 1.nóvember sl.Nefndin er ekki farin að skila áliti enn.Sjálfsagt reynir nefndin að afsaka sig með því að kreppa hafi skollið á. En það gengur ekki. Nefnin átti að vera búin að starfa og skila áliti um líkt leyti og kreppan skall á.
Svo virðist sem endurskoðunarnefndin hafi misskilið sitt hlutverk.Nefndin virðist telja,að hún eigi að reyna að þóknast stjórnvöldum á hverjum tíma og koma með tillögur,sem falli að skoðunum ráðherra hverju sinni.Það er misskilningur. Nefndin á að starfa sjálfstætt. Hún á að endurskoða almannatryggingakerfið og koma með tillögur til úrbóta án tillits til skoðana ráðherra hverju sinni.Ef til vill treystir formaður nefndarinnar,Stefán Ólafsson,sér ekki til þess að vinna á þennan hátt og telur að hann verði að bera allt undir ráðherra. Þá hefði hann átt að segja af sér og annar að taka við formennsku.
Stefán Ólafsson hafði mjög góðar og róttækar hugmyndir um almannatryggingar áður en hann tók við formennsku í endurskoðunarnefndinni en ekkert hefur sést af þessum tillögum. Hann gerði Félagi eldri borgara og Landssambandi eldri borgara grein fyrir nokkrum hugmyndum sínum varðandi endurskoðun trygginganna en þessar hugmyndir voru hvorki fugl né fiskur.Nefndin verður að skila áliti sem fyrst og hún á að skila sjálfstæðu áliti, ekki einhverju sem ráðherra leggur blessun sína yfir fyrirfram.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.