Búið að semja við kröfuhafa gamla Kaupþings og Glitnis

Búið er að ná samningum við kröfuhafa í þrotabú gömlu bankanna. Greint verður frá innihaldi þeirra á morgun.

Kröfuhafar skipta hundruðum og meðal þeirra eru margir stærstu bankar heims og aðrar þekktar fjármálastofnanir. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins sem er eigandi nýju bankanna og skilanefndir gömlu bankanna hafa fundað með fulltrúum kröfuhafanna undanfarnar vikur og reynt að komast að niðurstöðu um hvernig skipta eigi þrotabúinu.
Samhliða því að gengið er frá þessu uppgjöri átti að ljúka endurfjármögnun nýju bankanna. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir að nýr banki - Íslandsbanki - taki til starfa á næstunni eða þegar búið verður að ganga frá skjalagerð og öðrum formsatriðum. Hann segir að það kunni að taka tvær eða þrjár vikur. (ruv.is)

Það er fagnaðarefni,að framangreindum samningum skuli lokið en ég er ekki sáttur við það,að erlendir kröfuhafar eignist stóran hlut í Kaupþingi og Íslandsbanka eins og rætt er um.

 

Björgvin Guðmundsson


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband