Sunnudagur, 19. júlí 2009
Misskilningur um Evrópusambandið
Jón Valur Jensson guðfræðingur skrifar grein um Ísland og ESB í Mbl. í dag.Í greininni gætir mikils misskilnings um þing Evrópusambandsins.Jón virðist telja og er ekki einn um það,að þing ESB hafi jafnmikil völd og þing vestrænna þjóðríkja en svo er ekki.Þing ESB hefur sáralítil völd.Það afgreiðir fjárlög sambandsins og hefur eftirlitshlutverk með framkvæmdastjórninni en löggjafarvald þingsins er nánast táknrænt.Vald ESB liggur allt hjá framkvæmdastjórninni og ráðherraráðinu.Þess vegna skiptir engu máli hversu marga fulltrúa Ísland fengi á þingi ESB og allar bollaleggingar um það hvað þing ESB afgreiði mikið af lögum fyrir aðildarríkin eru óþarfar og skipta engu.Það sem skiptir máli er að hafa fulltrúa í framkvæmdastjórn og ráðherraráði. Þar liggja völdin.
Hugleiðingar Jóns Vals um að Ísland muni ekki ráða sínum eigin lögum við aðild að ESB hefðu átt vel við þegar Ísland gekk í EES. Við þá aðild fór fram ákveðið valdaafsal.En það breytist sáralítíð í því efni við aðild að ESB.Við tökum í dag sjálfvirkt við tilskipunum og reglugerðum frá ESB og fellum í lög sjálfvirkt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.