ESB: Jón Bjarnason segist ætla að vera faglegur

Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra kveðst ætla að vinna faglega að umsókn Íslands að Evrópusambandinu þrátt fyrir andstöðu sína við aðild. Hann segir að það væri furðulegt ef einungis Evrópusambandssinnar ættu að leiða viðræðurnar við sambandið.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra landsins sagði í fréttum sjónvarps í gær að það yrði erfitt fyrir þann sem fer með framkvæmdavald og ætti þar af leiðandi standa skil á samningsmarkmiðum og væntanlega samningsniðurstöðu í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum að vera á móti aðild að ESB. Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra segist furðulostinn á ummælum Ingibjargar um að horfa þyrfti sérstakleg til með honum við samningsgerðina.

Hann minnir á að samráðherrar hans í Vinstri grænum séu á móti aðild. Aðspurður um hvort það sé ekki ankannalegt að hann leiði viðræður við ESB þar sem hann er móti aðild spyr hann hvort eðlilegra væri að sá sem liggur marflatur fyrir ESB færi fyrir málaflokknum. Hann segist ætla að vinna faglega að þessum málum. Jón segir að náið samráð verði haft við þá sem hagsmuna eiga að gæta. (mbl.is)

Áhyggjur Ingibjargar Sólrúnar eru eðlilegar. Það verður erfitt fyrir Jón Bjarnason að vinna að samningsmarkmiðum Íslands í viðræðum við ESB,þegar hann er andvígur aðild.Jón verður sennilega á móti öllu sem ESB leggur til.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég held að Samfylkingin hefði átt að hugsa út í þetta áður en farið var út í þessa vegferð.  Auðvitað eiga ekki bara aðildarsinnar hafa með samningsmálin að fara, það væri óviðeigandi, en ég skil ykkur í Samfylkingunni, þið viljið sjá um þetta sjálf og helst ekki hleypa neinum öðrum að.  Málið er að offors Samfylkingarinnar í Evrópumálunum er án forsjár sem mun leiða af sér einhvern lélegasta samning sem um getur, svona svipað og Icesave-samningurinn.  Það mun ekki vita á gott að hafa Össur Skarphéðinsson sem verkstjóra í þessu ferli, hann hefur orðið ber af lygum og af því að halda upplýsingum frá þingi og þjóð, honum er ekki treystandi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.7.2009 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband