Mánudagur, 20. júlí 2009
Lífeyrir aldraðra á að vera í samræmi við neysluútgjöld Hagstofunnar
Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar frá desember sl. eru meðaltalsútgjöld einstaklinga til neyslu 282 þús. á mánuði.Skattar eru ekki innifaldir í þessari tölu.Lífeyrir aldraðra einhleypinga frá almannatryggingum,þ.e. þeirra,sem ekki hafa neinar tekjur annars staðar,er 155 þús. kr. eftir skatta.Það vantar því 127 þús kr. á mánuði til þess,að þessi lífeyrir almannatrygginga dugi fyrir neysluútgjöldum.Landssamband eldri borgara telur,að lífeyrir aldraðra eigi að miðast við framangreindan útreikning Hagstofunnar, Sama sagði Samfylkingin fyrir kosningarnar 2007.Hún vildi hækka lífeyrinn í þessa fjárhæð í áföngum..En þegar ríkisstjórnin ætti að vera að hækka lífeyri aldraðra í átt til útreiknings Hagstofunnar þá lækkar hún lífeyri aldraðra! Eru þessir menn ekki í lagi?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.