Mánudagur, 20. júlí 2009
Innistæður tryggðar þó útlendingar eignist bankana
Allar innistæður viðskiptabankanna, sem hafa staðfestu á Íslandi, eru tryggðar samkvæmt lögum um Tryggingasjóð innistæðueigenda. Ekkert breytist hvað það varðar, hvorki þótt bankar fari úr eigu ríkisins, né heldur þó þeir verði að hluta til í eigu erlendra fyrirtækja eða einstaklinga.
Þetta segir í tilkynningu sem Fjármálaráðuneytið sendi frá sér í morgun um samkomulag stjórnvalda við skilanefndir bankanna þriggja. Þar segir enn fremur að endurfjármögnun bankanna eigi að vera lokið fyfir 14. ágúst og að kostnaður ríkissjóðs vegna hennar verði talsvert minni en upphaflega var áætlað. Samkomulagið verður kynnt nánar á blaðamannafundi klukkan hálf ellefu fyrir hádegi.(visir.is)
Það var full ástæða til þess að fjármálaráðuneytið sendi framangreinda tilkynningu. Fólk er hrætt um sparifé sitt.Hins vegar er það svo,að tryggingasjóður innistæðueigenda tryggir aðeins ákveðna upphæð á hverja kennitölu en neyðarlögin tóku hins vegar ábyrgð á öllum innistæðum. Þetta atriði er ekki nógu skýrt í tilkynningu ráðuneytisins.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.