Mánudagur, 20. júlí 2009
226 ár frá eldmessunni á Klaustri
I dag eru 226 ár frá því sr.Jón Steingrímsson flutti hina frægu eldmessu við guðsþjónustu á. Kirkjubæjarklaustri.Þetta ár var eldgos í Lakagígum og Skaftáreldar brunnu.Hluti af hrauninu úr Lakagígum rann fyrir vestan Kirkjubæjarklaustur og nálgaðist byggðina þar óðfluga.Sr. Jón flutti algera eldmessu og bað til guðs um hjálp.Þegar messu lauk og fólkið gékk út höfðu þau undur og stórmerki gerst að hraunstraumurinn hafði stöðvast meðan á messunni stóð. Kirkjugestir voru ekki í vafa um hvað gerst hafði.Guð hafði bænheyrt sr, Jón. Eftir það var hann kallaður eldklerkurinn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.