Kaupmáttur launa lækkaði um 1,2% frá fyrra mánuði

Launavísitala í júní 2009 er 356,7 stig og hækkaði um 0,2 prósent frá fyrri mánuði, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 3,0 prósent.

Kaupmáttur launa dróst hinsvegar saman um 1,2 prósent frá fyrri mánuði.

Vísitala kaupmáttar launa í júní 2009 er 106,2 stig og lækkaði um 1,2 prósent frá fyrri mánuði en síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 8,2 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagfræðistofunnar( visir.is)

Kaupmáttur hefur örugglega lækkað meira en  8,2%  sl. 12 mánuði. En opinberar tölur segja 8,2%.

 

Björgvin Guðmundsson 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband