Össur á fund með Carl Bildt á morgun

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra heldur í dag til Stokkhólms þar sem hann mun eiga fund með Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar á morgun. Svíþjóð fer nú með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins og mun Össur fylgja aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu úr hlaði á fundinum, eins og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þá munu þeir Bildt ræða umsóknarferlið og næstu skref. (visir.is)

Það er ljóst,að Össur,utanríkisráðherra,ætlar að taka aðildarumsókn Íslands að ESB föstum tökum.Hann ætlar að eiga fund með Carl Bildt utanríkisráðherra Svía um aðildarumsókn Íslands að ESB en Svíþjóð er  í forsæti ESB frá 1.júlí sl.Það er þvi mikið atriði fyrir framvindu málsins að hafa gott samstarf við Svíþjóð.

 

Björgvin Guðmundsson





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Guð hjálpi okkur ! ! !

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.7.2009 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband