Frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna og atvinnutekna á að vera 100 þús. á mánuði

Félag eldri borgara í Reykjavík hélt almennan félagsfund   um miðjan apríl sl..Þar  flutti Stefán Ólafsson formaður stjórnar  Tryggingastofnunar ríkisins  erindi um endurskoðun almannatrygginga en hann hefur verið formaður nefndar,sem endurskoðað hefur almannatryggingalögin. Nefndin átti að skila áliti 1.nóv. sl. en er fyrst nú að kynna tillögur..

Nefndin  fjallaði um einföldun almannatryggingakerfisins.Þar er um að ræða að fækka bótaflokkum með því að sameina flokka o.s.frv.Kerfi almannatrygginga hefur verið mjög flókið og  nefndin telur það  til  bóta að einfalda  kerfið. En það út af fyrir sig bætir ekki hag lífeyrisþega. Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja,bæta skerðingu,sem bótaþegar urðu fyrir um síðustu áramót og hækka lífeyri til samræmis  við hækkun neyslukostnaðar  og   hækkun launa hjá launþegum.Einnig þarf að  að draga úr tekjutengingum.Brýnt er að setja frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna, í byrjun 100 þús. kr. á mánuði.Og sama frítekjumark fyrir atvinnutekjur og fjármagstekjur.Tillögur nefndarinnar um endurskoðun almannatrygginga eru rýrar í roðinu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband