Mikill ágreiningur um Ice save. Nauðsynlegt að ná þverpólitísku samkomulagi

Mikið ósætti er á milli meirihluta og minnihluta efnahags- og skattanefndar, sem fundaði um hádegisbilið í dag. Á fundinum var samþykkt að taka Icesave-málið út úr nefndinni, en minnihlutinn var því mjög andsnúinn.

Að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, vildi minnihlutinn halda málinu í meðferð nefndarinnar eins lengi og hægt væri, eða að minnsta kosti þangað til fjárlaganefnd sæi ástæðu til þess að afgreiða það frá sér. Sífellt séu að koma fram nýjar upplýsingar í málinu og alls ekki tímabært að afgreiða það úr nefnd.

Þá tók Bjarkey Gunnarsdóttir sæti í nefndinni og skrifar undir álit meirihlutans. Hún kom inn sem varamaður Lilju Mósesdóttur, sem er í hópi þeirra þingmanna vinstri-grænna sem eru hvað andsnúnastir Icesave samningunum eins og þeir líta út í dag og hefur lýst því yfir að hún muni ekki samþykkja ríkisábyrgð á þeim í atkvæðagreiðslu, eins og málið lítur út í dag.

Stefnir að sögn Tryggva Þórs í að álitin verði tvö frá efnahags- og skattanefnd.(mbl.is)

Talið er á mörkunum,að meirihluti sé fyrir Ice save málinu á alþingi.Margir þingmenn stjórarflokkanna hneygjast nú að því að æskilegt væri að fá þverpólitískt samkomulag á alþingi um málið. M.a. virðist Ögmundur Jónasson ráðherra á þeirri skoðun.Ég tel,að skynsamlegt væri að ná breiðu samkomulagi á alþingi um málið. Það er svo mikilvægt.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband