Útlit fyrir,að Ice save verði fellt á alþingi

Fundi Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar með formönnum þeirra þingnefnda sem fjalla um Icesave-samkomulagið lauk nú fyrir stundu. Á leið sinni út sagði Steingrímur að á fundinum hefðu nefndarformenn tíundað stöðu vinnu sinnar ítarlega. Engin breyting væri á stöðunni.

Í fréttum Útvarps í kvöld kom fram að á fundinum yrði m.a. rætt um hugsanlega fyrirvara við samkomulagið þar sem meirihluti sé ekki fyrir því innan stjórnarflokkanna að veitt verði ríkisábyrgð vegna þess án fyrirvara.

„Ekki neitt sem ég myndi kalla fyrirvara, menn hafa bara verið að ræða þessa umgjörð sem Alþingi getur sett um afgreiðslu sína á málinu,“ sagði Steingrímur um þetta. Ekki var heldur rætt um frestun afgreiðslu málsins og gerir Steingrímur ráð fyrir að málið verði áfram í sama farvegi.

Steingrímur segir að nú sé málið í höndum fjárlaganefndar en utanríkisnefnd og efnahags- og skattanefnd hafa afgreitt málið hvað þær varðar.(mbl.is)

Ekki virðist hafa verið rætt um neina fyrirvara á fundi forsætisráðherra og fjármálaráðherra með nefndarformönnum eða a.m.k. ekki orðið niðurstaða um neina fyrirvara. Miðað við það er ólíklegt,að alþingi samþykki ríkisábyrgð.Það er eins líklegt,að hún verði felld.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband