Útgjöld til aldraðra hér minnst á öllum Norðurlöndum

Samkvæmt tölum Hagstofunnar um framlög til aldraðra og félagsverndar  á Norðurlöndum er Ísland í neðsta sæti.Árið 2004 voru útgjöld til aldraðra sem hlutfall af landsframleiðslu sem hér segir á Norðurlöndum:Danmörk 11,1%,Finnland 8,6%, Ísland 6,3%,Noregur 6,7% og Svíþjóð 12%.Á sama ári voru framlög til félagsverndar  sem hér segir ( heilbrigðismál,atvinnuleysisbætur og önnur félagsleg aðstoð meðtalin):Danmörk 29,8%,Finnland 26,7%,Ísland 23%,Noregur 23,7% og Svíþjóð 32,9%.Árin 2005 og 2006 voru þessar tölur lægri fyrir Ísland eða 20,9% árið 2006.Enda þótt þessi framlög hafi hækkað örlítið á Íslandi 2008 er Ísland enn í neðsta sæti. Það er þess vegna mikið verk fyrir höndum hjá stjórnvöldum hér að gera Ísland að norrænu velferðarríki. Á þessu ári hefur okkur miðað aftur á bak  en ekki  áfram í því efni.Núverandi ríkisstjórn er að skerða framlög til velferðarkerfisins en ekki að auka þau.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband