Lítil eftirspurn eftir lausum störfum!

Framkvæmdastjóri ráðningafyrirtækis segir að það komi á óvart að fleiri skuli ekki sækja um þau störf sem bjóðist. Ástandið á vinnumarkaði sé ekki jafn slæmt og margur haldi.

Katrín Óladóttir, framkvæmdastjóri ráðningafyrirtækisins Hagvangs segir að ástandið á vinnumarkaðnum sé ekki jafn erfitt og fólk ímyndi sér. Margir sem misst hafi vinnuna séu þó svartsýnir.

„Okkur finnst fólk ákaflega rólegt og verðum að segja að það kemur okkur á óvart miðað við hversu margir virðast vera án atvinnu samkvæmt opinberum tölum," segir Katrín og bætir við að í mörgum tilfellum sé fólk ekki að leita stíft eftir vinnu. „Skýringin að hluta til hlýtur að vera sú að fólk er ennþá á uppsagnarlaunum."

Um 16.500 manns eru á atvinnuleysisskrá en fimmtungur þeirra er þó í hlutastarfi á móti bótum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Vinnumálastofnun hafi upp á síðkastið þurft í auknum mæli að taka fólk út af atvinnuleysisskrá vegna þess að það hafi hafnað atvinnutilboðum. Katrín Ólafsdóttir segir að það hafi komið sér og starfsfólki sínu á óvart að fleiri sæki ekki um þau störf sem séu í boði.

„Við áttum von á því að fleiri fleiri hundruð myndu sækja um hvert laust starf en það hefur ekki verið svo," segir Katrín. (ruv.is)

Ein ástæðan fyrir því að fólk sækir lítið um laus störf enda þótt það sé atvinnulaust er sú,að atvinnuleysisbætur eru álíka háar og lágmarkslaun. Er Vinnumálastofnun nú að herða aðgerðir til þess að koma atvinnulausum í vinnu og samþykkir  ekki í eins ríkum mæli og áður að atvinnulausir neiti störfum. Atvinnulausir líta  helst ekki við fiskvinnu. Fiskvinnslur eru með fjölda Pólverja í vinnu þrátt fyrir mikið atvinnuleysi hér!Það gengur betur að fá Pólverja í fiskvinnu en Íslendinga.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband