Fimmtudagur, 23. júlí 2009
Hafa allir fjármunir auðmanna gufað upp?
Þeir tæplega tuttugu milljarðar sem Björgólfsfeðgar lánuðu öðru félagi í sinni eigu í Lúxemborg fóru í greiðslur vegna veðkalla og uppgreiðslu á lánum, segir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga.
Um var að ræða víkjandi lán upp á 90 milljónir evra til Samson Global í Lúxemborg, en félagið er í eigu Rosetta og Rainwood, sem eru í eigu Björgólfsfeðga.
Þrotabú Samsonar hefur sem kunnugt er höfðað mál gegn félaginu í Lúxemborg til að fá skuldina greidda, en hún stendur í 109,5 milljónum evra eða um 19,4 milljörðum króna, samkvæmt stefnunni. Lýstar kröfur í þrotabú Samsonar á Íslandi nálgast nú hundrað milljarða en eignir búsins nema rúmum 2,3 milljörðum. Það þýðir að ef ekkert fæst úr málshöfðunum þrotabúsins munu lánveitendur Samsonar tapa mismuninum, á tíunda tug milljarða króna, en á meðal kröfuhafanna eru íslenskir lífeyrissjóðir.(mbl.is)
Þessi frétt vekur undrun.En það verður að leita betur erlendis,Þessir auðmenn og aðrir hafa komið fjármunum undan og það þarf að finna þá.Síðan þarf sérstakur saksóknari að frysta reikninga þeirra,sem grunaðir eru og hafa verið yfirheyrðir,þar eð þeir eru á fullu að koma fjármunum undan og það má engan tíma missa.
Björgvin Guðmundssin
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.