Ölduðum,sem vinna, er refsað!

Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks setti í gang endurskoðun á almannatryggingum. Markmið endurskoðunarinnar á m.a. að vera að hvetja aldraða og öryrkja til öflunar atvinnutekna með því að draga úr tekjutengingum í kerfinu og hækka fritekjumark vegna atvinnutekna,lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna.Núverandi  ríkisstjórn hefur gengið í öfuga átt. Hún hefur aukið skerðingar tryggingabóta vegna atvinnutekna aldraðra. Nú er frítekjumarkið aðeins 40 þús. á mánuði vegna atvinnutekna en var 100 þús. kr. á mánuði og frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna   aldraðra er aðeins 10 þús. á mánuði sem skiptir engu máli. Frítekjumark vegna fjármagnstekna er sáralítið.Skerðingin á tryggingabótum aldraðra vegna atvinnutekna kemur beint í hausinn á ríkisstjórninni,þar eð aldraðir hætta að vinna úti þegar þeir sjá hvað skerðing tryggingabóta eykst mikið og þá missir ríkið skatttekjur,sem það hafði áður.Ávinningur fyrir ríkið verður lítill sem enginn en skaði fyrir aldraða mikill.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband