Fimmtudagur, 23. júlí 2009
4000 listaverk í gömli bönkunum,sem fóru í þrot
Um 4000 listaverk eru í eigu skilanefnda bankanna sem hrundu síðastliðið haust. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að þessi listaverk höfðu flotið með í einkavinavæðingu bankana árið 2002 og margir hafi talið að það hefðu verið mikil mistök.
Spurði Áflheiður Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra að því hvort fram hafi farð listfræðilegt mat á verkunum í því skyni að kaupa þau verk af skilanefndum bankanna, sem teldust vera þjóðargersemi. Katrín Jakobsdóttir sagði að nú stæði yfir slíkt listfræðilegt mat og fjármálaráðherra hefði rætt við formenn skilanefnda Glitnis og Kaupþings um kaup ríkisins á þeim.(visir,is)
Nauðsynlegt er að bjarga þessum listaverkum. Þau hefðu náttúrulega aldrei átt að fylgja með við einkavæðingu bankanna. En nú þarf að gæta þess að gera ekki sömu mistökin aftur. Ríkið verður að taka þessi listaverk til sín og koma þeim fyrir í Listasafni Íslands.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.