Hagfræðistofnun meti Ice save samkomulagið

Hugsanlegt er að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands verði falið að gera úttekt á áætlunum Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins um áhrif Icesave samningsins á íslenskt efnahagslíf. Málið var rætt á fundi fjárlaganefndar í morgun. Til stóð að stofnunin kæmi með tillögur á fundinn varðandi það hvernig úttektin yrði unnin. Þær tillögur voru hins vegar ekki tilbúnar þegar fundurinn hófst, að sögn Guðbjarts Hannessonar, formanns fjárlaganefndar. Málinu var frestað af þessum sökum.

„Hluti af því sem menn hafa verið að skoða er greiðsluþol ríkisins, skuldastaða og framtíðarhorfur. Efnahags- og skattanefnd er náttúrlega búin að skila sínu áliti og þar meta þeir stöðuna," segir Guðbjartur. Stjórnarandstaðan hafi hins vegar óskað eftir því að málið yrði skoðað aðeins betur og það sé ekki hægt að segja fyrir um hvaða áhrif slík skoðun myndi hafa. „Það er ekki einu sinni búið að ákveða að við látum Hagfræðistofnun vinna þetta. Það fer eftir því hvaða tímarammi er á þessu, umfangið og kostnaðurinn," segir Guðbjartur. Hins vegar hafi komið ósk frá stjórnarandstöðunni um þessa endurskoðun og mikilvægt sé að menn fái þær upplýsingar sem þeir telja sig þurfa.

„Við erum ekkert að taka málið úr nefnd í dag eða á morgun Við erum að fá nefndarálitin úr efnahags- og skattanefnd og sama gildir um utanríkisnefnd," segir Guðbjartur. Þá þufi að skoða minnihlutaálitin líka. Einnig þurfi að skoða lögfræðileg álitamál sem komu upp í framhaldi af skrifum Ragnars Hall.(visir,is)

Forsætisráðherra tók vel í það á þingi í morgun,að Hagfræðistofnun fengi Ice save málið til meðferðar og mats.Hún sagði,að málið yrði að taka þann tíma sem þyrfti og þó ekki yrði búið að afgreiða það þegar IMF mundi athuga mál Íslands næst,þe. 3.ágúst, yrði að hafa það.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband