Aðeins 1,3% aldraðra fær fullan lágmarksframfærslulífeyri!

Þegar ríkisstjórnin réðist á kjör aldraðra og öryrkja 1.júlí sl. og skar niður lífeyri þeirra ákvað ríkisstjórnin að hlífa þeim sem hefðu engar tekjur aðrar en tekjur almannatrygginga,þ.e. væru á strípuðum bótum eins og sagt er.Hjá öldruðum er hér um að ræða 1,3% ellilífeyrisþega ( 364 aldraða árið 2007).Hjá öryrkjum eru þetta um 13% (2218 öryrkjar árið 2007)Hér er því ekki um stóran hóp að ræða. Ríkisstjórnin þarf að gera betur en að hlífa  tæplega 3 þús. lífeyrisþegum af 44 þús. lífeyrisþegum.Hún verður að draga skerðinguna til baka og veita lífeyrisþegum sömu hækkun á lífeyri og launþegar hafa fengið og fá á launum sínum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband