Litháen styður umsókn Íslands

Litháíska þingið samþykkti í dag samhljóða yfirlýsingu þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og önnur aðildarríki ESB hvött til að gera slíkt hið sama.

Í ályktun þingsins er þess sérstaklega minnst að Ísland skyldi hafa verið fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Litháen. Hvetur þingið til þess að undirbúningur aðildarviðræðna hefjist fljótt og að aðildarviðræður hefjist í byrjun árs 2010. Þá lýsa Litháar fullum vilja til að deila reynslu sinni af aðildarviðræðum við ESB með Íslendingum.

Utanríkisráðherra Litháen, Vygaudas Ušackas, er væntanlegur til Íslands á laugardag. Hann mun eiga fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar.  

 

Bjorgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband