Alþingi tekur sér frí fram yfir verslunarmannahelgi

Samkomulag hefur náðst milli allra flokka á Alþingi um að hlé verði gert á þingfundum fram yfir verslunarmannahelgi. Þetta er gert til að gefa þingnefndum svigrúm til að ræða frekar um ríkisábyrgð á Icesave-samninga við Breta og Hollendinga.

 

Tíminn verður ennfremur notaður til að ná samkomulagi milli þingflokka um Icesave en beðið er eftir áliti hagfræðistofnunar um málið.

Þing var sett föstudaginn 15. maí að loknum kosningum sem fram fóru 25. apríl. Þingið átti að sitja fram yfir þjóðhátíð en hefur nú setið rúmum mánuði lengur en áformað var. Nú hefur hins vegar náðst samkomulag um að gera hlé á þingfundum í kvöld og er við það miðað að þingfundir hefjist að nýju fyrstu vikuna í ágúst.(mbl.is)

Það er skynsamlegt,að skapa tíma á alþingi til þess að freista þess að ná breiðu samkomulagi um Ice save málið.Það þarf að  finna samkomulagsgrundvöll,sem sennilega byggist á því að settur verði fyrirvari fyrir ríkisábyrgð þess efnis,að Ísland greiði ekki meira en þjóðarbúið geti með góðu móti staðið undir.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband