Föstudagur, 24. júlí 2009
Landssamband eldri borgara vill sömu hækkun aldraðra og launþegar fá
Landssamband eldri borgara hefur sent félags-og tryggingamálaráðherra erindi og krafist þess,að eldri borgarar fái sömu hækkun á lífeyri frá 1.júlí sl. og láglaunafólk í ASÍ og BRSB hefur samið um og fengið 1.júlí sl. og fær til viðbótar 1.nóv. n.k. og næsta ár. Bent er á,að það hafi verið viðtekin venja,að aldraðir hafi fengið sömu hækkun og láglaunafólk á almennum vinnumarkaði.LEB væntir þess,að ríkisstjórn Samfylkingar og VG geri ekki verr við eldri borgara í þessu efni en fyrri ríkisstjórnir.Jafnframt krefst LEB þess,að dregin verði til baka kjaraskerðing sú er gerð var á kjörum eldri borgara og öryrkja 1.júlí sl. er lífeyrir þessara hópa var skertur.
Hér er um sanngjarnar kröfur að ræða. Það virðist vera að " félagshyggjuflokkarnir" og verkalýðshreyfingin hafi gleymt öldruðum og öryrkjum við gerð stöðugleikasáttmálans. Auðvitað hefðu fulltrúar 45 þús. lífeyrisþega átt að koma að borðinu þegar samið var um þennan sáttmála. En svo var ekki. ASÍ mundi eftir öldruðum og öryrkjum , þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd. En nú gleymdust aldraðir og öryrkjar alveg.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.