Ekki á að blanda saman Ice save og umsókn okkar um aðild að ESB

Hollenski utanríkisráðherrann hringdi í utanríkisráðherra Íslands og reyndi að beita hann þrýstingi varðandi afgreiðslu á Ice save málinu.Fjölmiðlar hér og í Hollandi segja,að  hollenski utanríkisráðherrann hafi hótað því að Holland legðist gegn aðild Íslands að ESB,ef Ísland ekki staðfesti Ice save samninginn. Ef þetta er rétt er um forkastanlegt athæfi að ræða. Það er ekkert samband á milli umsóknar Íslands um aðild að EEB og samning um lausn á Ice save. Carl Bildt utanríkisráðherra Svía sagði í gær,að það væri ekkert samband þarna á milli og auðvitað er það rétt hjá honum. Ef einhver ríki ESB bregða fæti fyrir umsókn okkar um aðild að ESB vegna Ice save málsins þá verður svo að vera. Ísland getur ekki látið hóta sér með því að binda þessi mál saman.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband