Verður umsókn Íslands afgreidd fyrst?

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verður tekin framfyrir umsóknir ríkja á Balkanskaganum. Fréttaveiturnar Bloomberg og Reuters greina frá þessu í dag.

Bloomberg segist í frétt sem birtist í dag, hafa undir höndum uppkast að yfirlýsingu utanríkisráðherra Evrópusambandsins, en þeir hittast í Brussel á mánudaginn, meðal annars til að afgreiða umsókn Íslendinga um aðild sem skilað var formlega inn í gær. Í fréttinni er vitnaði í yfirlýsinguna, þar sem segir meðal annars að ráðherrarnir ætli að hvetja framkvæmdastjórn sambandsins til að hefja gerð skýrslu um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, meðal annars um hvernig lög hérlendis samræmist löggjöf sambandsins.

Engin ný lönd hafa verið tekin inn í Evrópusambandið síðan 2007, þegar aðild Búlgaríu og Rúmeníu var samþykkt. Makedónía sótti um aðild árið 2005, en viðræður eru enn ekki hafnar við það ríki; Montenegró lagði inn umsókn í desember í fyrra og Albanía í apríl. Bloomberg segir að orðalag yfirlýsingarinnar næsta mánudag gæti breyst, það fari eftir því hvernig embættismenn Evrópusambandsins ætli að útskýra það fyrir ríkjunum á Balkanskaga hvers vegna það standi til að setja Ísland í flýtimeðferð. Bloomberg segir ennfremur að Svíar leggi á það áherslu að undirbúningi viðræðna við Ísland verði lokið fyrir næstu áramót, svo sjálfar viðræðurnar gætu hafist á næsta ári. (ruv.is)

Ef umsókn Íslands verður tekin fram fyrir umsóknir  ríkja á Balkanskaga er það vegna velvilja Svía,sem eru í forsæti ráðherraráðs ESB.Það skiptir mjög miklu máli fyrir Ísland að fá hraðferð inn í ESB,m.a. vegna þess að Ísland þarf að taka upp evru sem fyrst. Einnig þarf Ísland að fá sérmeðferð hjá Myntbandalagi Evrópu.Það er fullkomlega réttlætanlegt að taka Ísland fram fyrir þar eð Ísland hefur fullgilt svo mikið af lögum og tilskipunum ESB nú þegar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband