Föstudagur, 24. júlí 2009
Laun bankastjóra verða ákveðin af kjararáði
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði ekki standa til að bakka með þá stefnu að laun bankastjóra verði ákveðin af kjararáði í umræðum í þinginu í dag.
Hann segir það hluta af heildarstefnu að laun æðstu stjórnenda fyrirtækja og stofnana í eigu ríkisins skulu ákveðin af kjararáði óháð rekstrarforminu sem þar er við lýði.
Eigandastefna ríkisins í fjármálafyrirtækjum var gagnrýnd á þingi í dag fyrir að geta ekki boðið starfsmönnum samkeppnishæf laun á við einkabanka og því myndi hratið enda í ríkisbönkunum.
Launin þurfa að sjálfsögðu að vera samanburðarhæf þannig að hæft fólk fáist til að vinna að þeim störfum, en það stendur ekki til að hverfa aftur til 2007. Það er mjög mikilvægt að allir hafi það á hreinu," segir Steingrímur.
Hann segir ekki talað um kaupauka eða bónusa í eigandastefnu ríkisins, heldur verði mönnum umbunaðfyrir vel unnin störf með eðlilegum framgangi í starfi eins og heilbrigt er.
Ætli það hafi ekki verið þannig að launin hafi verið eitthvað hærri í Kaupþingi en í Sparisjóði Strandamanna. Það breytir ekki hinu að ólíku er saman að jafna örlögum þessara tveggja stofnana."(mbl.is)
Það er rétt stefna hjá ríkisstjórninni að skera niður laun bankastjóra.Það er algert hámark,að hæstu launin verði svipuð og laun forsætisráðherra.Ég tel raunar að þau eigi að lækka nokkuð niður fyrir þau laun,þar eð auðvitað á forsætisráðherra landsins að vera með hærri laun en aðrir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.