Laugardagur, 25. júlí 2009
Kjaraskerðing lífeyrisþega frá 1.júli verði leiðrétt
Landssamband eldri borgara (LEB) sendi félags-og tryggingamálaráðherra erindi í fyrradag þess efnis,að kjaraskerðing aldraðra og öryrkja frá 1.júlí sl. yrði leiðrétt strax með gildistíma frá 1,júlí sl.Það stenst ekki að lækka laun (lífeyri) lífeyrisþega um leið og kaup launþega á almennum markaði er hækkað.Það stenst heldur ekki að endurskoðunarnefnd almannatrygginga,sem starfar á ábyrgð ríkisstjórnarinnar,segist vinna að hækkun fritekjumarks vegna atvinnutekna og lífeyrissjóðstekna,en ríkisstjórninn eykur skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna á sama tíma.Endurskoðunarnefndin hefur það markmið að hækka fritekjumark vegna atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði.Ríkisstjórnin getur þá ekki unnið í öfuga átt og aukið skerðingar á lífeyri vegna atvinnutekna.Skerðing á lífeyri lífeyrisþega 1.júlí sl. voru mistök. Þau mistök verður að leiðrétta.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.