Norræn velferð:Í Svíþjóð fá allir 65 ára og eldri óskertar bætur almannatrygginga óháð tekjum af atvinnu eða úr lífeyrissjóði

Ríkisstjórnin hefur sagt,að  hún vilji koma hér á norrænu velferðarsamfélagi.Svíþjóð er í fararbroddi norrænnar velferðar og því er eðlilegt að líta til Svíþjóðar í þessu efni. Hvernig er þessum málum fyrir komið þar. Lítum á það:
Í Svíþjóð eru  bætur almannatrygginga greiddar öllum 65 ára og eldri að fullu óháð tekjum af atvinnu eða úr lífeyrissjóði eða af fjármagni. Húsnæðisbætur greiðast ekki bara þeim sem búa einir  heldur til  hjóna líka. Þær  skerðast þó með hærri tekjum en eru skattfrjálsar í Svíþjóð ólíkt heimilisuppbótinni á Íslandi. Þannig getur ellilífeyrisþegi þar verið með fulla vellaunaða atvinnu á vinnumarkaði án þess að bætur almannatrygginga skerðist um eina krónu vegna þeirra tekna. Háar tekjur úr lífeyrissjóði skerða bæturnar ekki heldur, né fjármagnstekjur, hversu háar sem þær eru. Samkvæmt  samtökum eldri borgara, í Svíþjóð (Pensionarernas Rigsorganisation, PRO) halda allir ellilífeyrisþegar í Svíþjóð fullum bótagreiðslum(utan húsnæðisbóta)- en á Íslandi eru það aðeins rúm 1% ellilífeyrisþega sem njóta þessara óskertu bóta. 
Björgvin Guðmundsson 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband