Sunnudagur, 26. júlí 2009
LEB: Fresta má endurskoðun almannatrygginga
Landssamband eldri borgara segir,að ef endurskoðunarnefnd almannatrygginga treysti sér ekki til þess að bæta kjör lífeyrisþega við endurskoðun trygginganna megi fresta endurskoðun.Það á ekki að endurskoða aðeins til að endurskoða. Það á að endurskoða í þeim tilgangi að bæta kjör lífeyrisþega.Það kemur skýrt fram í erindisbréfi endurskoðunarnefndarinnar hver tilgangur endurskoðunarinnar er.Hann er m.a. sá,að draga úr tekjutengingum,draga úr skerðingu tryggingabóta vegna tekna.En ríkisstjórnin er að auka skerðinguna.Hún er að auka tekjutengingar þvert á markmið endurskoðunar.Það hefur enga þýðingu að endurskoða almannatryggingakerfið undir þessum kringumstæðum. Ef nefndin og ríkisstjórnin telja ástandið í þjóðfélaginu það slæmt,að ekki sé unnt að bæta kjör lífeyrisþega er best að fresta endurskoðun þar til ástandið batnar.Endurskoðunarnefndin gerir hvort sem er ekkert nema það sem stjórnvöld vilja. Nefndin virðist ekki geta starfað sjálfstætt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.