Hvenær bætir félagsmálaráðherra kjör lífeyrisþega?

Það er nú liðinn tæpur mánuður frá því ASÍ og BRSB fengu kauphækkun fyrir láglaunafólk í þessum samtökum.Sambærileg hækkun fyrir lífeyrisþega er enn ekki komin og ekkert heyrist í félags-og tryggingamálaráðherra um málið.Þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsókn  fóru með stjórn landsins var lífeyrir lífeyrisþega alltaf hækkaður í kjölfar kauphækkana á almennum markaði.Stundum var hækkunin til lífeyrisþega skorin við nögl  en alltaf var um einhverja hækkun að ræða. En nú bregður svo við,að aldraðir og öryrkjar eru hafðir útundan. Þó heitir svo,að "félagshyggjustjórn" sé við völd.Hvaða merkingu hefur slík stjórn ef hún hagar sér eins ög íhaldið og jafnvel enn verr.Orðið er merkingarlaust.

Sumum leist illa á það,að Árni Páll Árnason yrði tryggingamálaráðherra. Hann hafði aldrei komið nálægt þeim málum áður og þekkti lítið til þeirra og hefði frekar átt að vera viðskipta-eða iðnaðarráðherra.Hann þekkir betur til þeirra mála og ESB.Ég trúi því ekki að hann hafi verið settur í tryggingamálaráðuneytið til þess að skera almannatryggingar niður að kröfu  Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.Áður en Ögmundur Jónasson varð ráðherra sagði hann,að það væri aðalkrafa IMF að skera niður almannatryggingakerfið.Hvort sem það er rétt eða ekki var það fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að skera niður almannatryggingar og vegagerðina. Önnur ráðuneyti máttu bíða. Maður hefði talið,að hlífa ætti almannatryggingum í lengstu lög.Nei,þær voru settar i frestu röð og byrjað á því að skera þær niður. Er það eðlilegt?

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband