Gengur VR úr ASÍ?

Rætt hefur verið meðal nokkurra stjórnarmanna í VR að félagið fari út úr ASÍ meðal annars vegna þess að það þyki of kostnaðarsamt. Formaður VR segir það vel koma til greina, þó taka þurfi slíka ákvörðun að vandlega íhuguðu máli.

Nokkrir stjórnarmanna VR hafa rætt sín á milli um hvort félagið væri betur sett utan ASÍ. Félagið er með rúmlega 25 þúsund félagsmenn og borgar um 70 milljónir á ári fyrir að vera í sambandinu. Sjö manns komu nýir inn í stjórn VR í apríl síðastliðnum og virðist sem nokkrir úr þeim hópi vilji skoða þann möguleika að félagið fari úr sambandinu. Ýmsar ástæður eru nefndar, svo sem stuðningur ASÍ við inngöngu í Evrópusambandið og að það þyki of kostnaðarsamt.

Formaður VR, Kristinn Örn Jóhannesson, segir það enga gullna reglu að VR sé innan ASÍ. Engin rök hnígi þó að því að VR eigi að vera utan sambandsins. Hann segir mikilvægt að launþegar standi saman.

VR hefur verið í ASÍ í 45 ár en það tók félagið fimm ár að komast inn í sambandið. Pólitískir hagsmunaárekstrar spiluðu þar inn í og fékk félagið loks inngöngu í Alþýðusambandið 1964 að undangengnum Félagsdómi. Sögunnar vegna telur Kristinn einnig að ekki sé hægt að ganga úr sambandinu nema að vel athuguðu máli.

Kristinn segir að málið verði tekið fyrir í stefnumótunarvinnu með félagsmönnum í haust. (mbl.is)

Hér er um stórmál að ræða. Að öðru jöfnu er æskilegt að sem flest verkalýðsfélög séu aðilar að ASÍ. Það eykur samstöðuna. En það er ekki sama hvernig forusta ASÍ hagar sér og stendur sig.Það er eðlilegt að  stór verkalýðsfélög eins og VR íhugi hvort þau eigi að vera í ASÍ ef kostnaðurinn er mikill og lítið kemur út úr kjarabaráttu ASÍ.Það hefur oft komið fram á undanförnum misserum,að  verkalýðsfélögunum finnst ASI forustan ekki standa sig nógu vel í kjaramálunum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er nú ekki skrýtið þó ný stjórn VR skoði það hvort það borgi sig fyrir þeirra félagsmenn að borga 70 milljónir inní þetta ólýðræðislega skrifræðisapparat sem ASÍ dótið er.

Einnig kom það fram í fréttinni að óánægja væri meðal félagsmanna VR um þetta eilífðar ESB trúboð ASÍ forustunnar og að þessir peningar félagsmanna skuli fara í að greiða fyrir heilsiðu áróðurs auglýsingum fyrir ESB er hreint hneyksli.

ASÍ verkalýðsforustan verður aldrei trúverðug hvað þá sameiningarafl alþýðu með því að gera ESB trúboðið að sínu helsta baráttumáli ! 

Gunnlaugur I., 26.7.2009 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband