Sunnudagur, 26. júlí 2009
Leggja ber ráðherrabílunum
Ríkisstjórnin talar mikið um það í dag,að ástandið sé svo slæmt í ríkisfjármálunum,að allir verði að spara,allir verði að skera niður.En hvað með laun og hlunnindi ráðherranna? Þarf ekki að skera þau niður? Vissulega. Það á að leggja ráðherrabílunum,selja þá. Ráðherrar geta ekið á sínum eigin bílum eins og aðrir í þjóðfélaginu.Það þarf hvort sem er að draga úr öllum veisluhöldum í sparnaðarskyni.Einnig þarf að skera niður öll hlunnindi ráðherra og allra æðstu embættismanna ríkisins.T.d. þarf að leggja það af að ráðherrar fái bæði háa dagpeninga í utanferðum en þurfi síðan lítið sem ekkert að greiða með dagpeningunum. Ríkið greiðir hótelkostnaðinn þrátt fyrir háa dagpeninga.Þetta þarf allt að skera niður.Síðan þarf að lækka laun ráðherra verulega,nema forsætisráðherra.Allir æðstu embættismenn eiga að lækka og þar á meðal ráðherrar. Það er ekki nóg að krefjast sparnaðar af öðrum.Menn verða að spara sjálfir og í eigin ranni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.