Sunnudagur, 26. júlí 2009
Jón Bjarnason vill fresta umsóknarferli Íslands hjá ESB
Jón Bjarnason nefndi hryðjuverkalög Breta á Íslendinga í kjölfar bankahrunsins, yfirlýsingar hollenskra ráðherra um bein tengsl milli Icesave-deilunnar og ESB-aðildar Íslands, auk þess sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti stöðugt fleiri og nýjar kröfur á þjóðina, sem óvíst væri hvernig hún stæði undir.
Þannig að mér finnst það verulegt áhyggjuefni að vera að fara í samningaviðræður við ríkjasamband í þeirri stöðu sem íslenska þjóðin er núna, sagði Jón Bjarnason í samtali við RÚV.(mbl.is)
Þetta er furðuleg yfirlýsing hjá Jóni Bjarnasyni. Ríkisstjórnin er nýbúin að senda umsókn um aðild að ESB.Einn af ráðherrum rikisstjórnarinnar getur ekki um leið sagst vilja fresta umsóknarferlinu.
Björgvin Guðmundsson

Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.