Ellilífeyrir í Noregi (lágmark) 240 þús. á mán frá 1.mai sl.

Lágmarks ellilífeyrir í Noregi fyrir einhleypa var ákveðinn 240 þús. kr. á mánuði 1.mai sl. þ.e. frá almannatryggingum ( Folketrygden) Síðan eiga eldri borgarar kost á húsnæðisuppbót o.fl. hlunnindum.Enginn skattur er greiddur af lágmarksellilífeyri í Noregi og almennt gildir sú regla þar,að það er lægri skattur greiddur af lífeyri til aldraðra en af atvinnutekjum.Þetta er nokkuð sem við  Íslendingar gætum tekið okkur til fyrirmyndar.Það nær ekki nokkurri átt að skattleggja lífeyri aldraðra úr lífeyrissjóðum og frá almannatryggingum eins og  um atvinnutekjur sé að ræða. Lífeyrissjóðstekjur ætti að hámarki að skattleggja eins og fjármagnstekjur.Hér á landi þarf eldri borgari og öryrki,sem hefði 240 þús. kr. á mánuði í lífeyri að borga  46 þús. kr. í skatt á mánuði!

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband