Mánudagur, 27. júlí 2009
Styttri leið fyrir Ísland í ESB
Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar tjáði blaðamönnum í Brussel í morgun að Ísland fengi ekki neina hraðmeðferð inn í Evrópusambandið. Hinsvegar væri til styttri leið fyrir landið.
Greint er frá þessum orðum Bildt á Bloomberg fréttaveitunni. Þar er haft eftir Bildt að það finnist rather shorter track" fyrir Ísland eftir að hann neitaði því að landið fengi hraðmeðferð hjá ESB.
Utanríkisráðherrar ESB funda í Brussel í dag og verður umsókn Íslands um aðildarviðræður við sambandið á dagskránni.(visir,is)
Fróðlegt verður að sjá i dag hvernig ráðherraráð ESB afgreiðir umsókn Íslands um aðild að sambandinu. Það gefur ef til vill svolitla vísbendingu um framhaldið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.