Ráðherraráð ESB samþykkti umsókn Íslands

Utanríkisráðherrar ESB samþykktu í morgun að vísa umsókn Íslands um aðildarviðræður til framkvæmdanefndar sambandsins. Framkvæmdanefndinni er ætlað að meta umsókn Íslands.

Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni um málið segir að þar með sé Ísland komið yfir fyrstu hindrunina á vegi sínum í aðildarviðræðunum.

Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar sagði við blaðamenn að það væru mörg ljón í vegnum fyrir Ísland og nefndi hann sérstaklega sjávarútvegsmálin. ESB og Ísland hefðu ólíka afstöðu til þess málaflokks. (visir.is)

Þetta eru góðar fréttir.Með afgreiðslu ráðherraráðs ESB í dag hefur umsókn Íslands verið tekin fram fyrir umsóknir ríkja á Balkanskaga,sem sótt hafa  um aðild að ESB.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband