Mánudagur, 27. júlí 2009
Miklar skuldir Baugs við gamla Landsbankann
Gamli Landsbankinn lánaði Baugi Group og tengdum félögum drjúgar fjárhæðir. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nam skuld félaganna við bankann rúmum 48 miljörðum króna við bankahrunið síðastliðið haust.
Samkvæmt gögnum sem fréttastofa RÚV hefur undir höndum fékk Baugur Group tæpa 21 milljón breskra punda eða 4,4 milljarðar króna að láni frá gamla Landsbankanum.
Félag tengt Baugi, Daybreak, er þriðji stærsti lántakandinn samkvæmt lánabókinni. Þegar bankinn fór í þrot síðastliðið haust nam skuld félagsins Daybreak alls tæpum 57 milljónum breskra punda eða 11,8 milljörðum króna. Fleiri fyrirtæki tengd Baugi skulda gamla Landsbankanum. Til að mynda nemur skuld Iceland Food rúmum 9 milljörðum króna og Aurum Holdin rétt tæpum 10 milljörðum. Samtals skulda Baugur Group og félög honum tengdum gamla Landsbankanum 48,3 milljarða króna. ( ruv.is)
Það vekur undrun hve mikið Landsbankinn lánaði til Baugs.Þetta voru fyrst og fremst lán til þess að fjármagna starfsemi erlendis og því hefði verið eðlilegt,að Baugur tæki lán vegna þessarar starfsemi í erlendum bönkum.Ekki virðist hafa verið nokkur skynsemi í lánveitingum Landsbankans.Það var lánað hömlulaust til stórra fyrirtækja og þess ekki gætt nægilega að nógu góðar tryggingar væru fyrir hendi.Þá voru lánveitingar Landsbankans til tengdra fyrirtækja miklar og meiri en reglur leyfðu. FME er nú að rannsaka það mál.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.