Reyndu Hollendingar að bregða fæti fyrir umsókn Íslands?

Hollendingar mögluðu þegar aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu var tekin til umfjöllunar í Brüssel í morgun. Austurríkismenn vilja ekki að Ísland fái aðild á undan Króatíu og Albaníu.

Fréttir þýska ríkissjónvarpsins síðdegis byrjuðu á fregnum af því að Ísland væri nú skrefinu nær því að ganga í Evrópusambandi en fyrr. Fjölmiðlar víða um heim sýna Evrópusambandshræringum á Íslandi mikinn áhuga og því hvernig fer með önnur ríki sem sækjast eftir aðild.

Á fundi utanríkisráðherra sambandsins í morgun var samþykkt að vísa umsókn Íslands til framkvæmdastjórnarinnar en það gekk þó greinilega ekki átakalaust fyrir sig. Fundi ráðherranna var sjónvarpað beint nema á meðan fjallað var um stækkun sambandsins. Financial Times Deutschland hefur eftir heimildarmönnum sínum í Brussel að Hollendingar hafi til að mynda streist á móti og töluverðar umræður hafi þurft um Icesave-samkomulagið áður þeir hafi sæst á að vísa umsókninni áfram.

Utanríkisráðherra Austurríkis mun einnig hafa gert veður út af því að Ísland yrði hugsanlega sambandsríki á utan Króatíu og Albaníu samkvæmt fréttum austurrískra fjölmiðla. Michael Spindlegger, utanríkisráðherra Austurríkis, lagði á það áherslu að þessi ríki gengju í sambandið um leið og Ísland.

David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, lýsti þeirri skoðun að ekki mætti hraða inngöngu Íslands á kostnað Balkanskagaríkjanna. Sú skoðun mætti harðri mótspyrnu Finna sem telja það af og frá að spyrða löndin saman með þessum hætti. Alexander Stubb, utanríkisráðherra Finnlands, segir hvert land hljóta aðild á eigin verðleikum. Hann bætti því við að vonandi lyki framkvæmdastjórnin mati sínu fyrir áramót, sem væri met, því hingað til hefur mat af þessu tagi aldrei tekið undir fjórtán mánuðum.(ruv.is)

Ef þetta er rétt er það alvarlegt mál og leiðir í ljós,að  það er ekkert að treysta á Hollendinga og Breta.

 

Björgvim Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband