Borgarahreyfingin vill frystingu eigna

Þór Saari þingmaður Borgarahreyfingarinnar vill að sett verði lög um frystingu eigna þeirra sem grunaðir eru í umfangsmiklum fjársvikamálum.

Hann segir að Borgarahreyfingin athugi nú hvort hægt sé að leggja fram frumvarp um ógildingu allra grunsamlegra fjármálagerninga, tvö til þrjú ár aftur í tímann, svo að ekki sé til að mynda hægt að ná peningum út úr banka sem er hruninn og flytja þá til úr landi. Þór vill vinna með ríkisstjórninni að lagasetningu í þessa átt.

Þór segir einkennilegt hvað hafi orðið af þessu stefnumáli Vinstri grænna um frystingu eigna, svo virðist sem það hafi gufað upp um leið og flokkurinn hafi sest í ríkisstjórn. „Ég lýsi eftir því, ásamt sennilega flestöllum öðrum Íslendingum, hvers vegna er ekki verið að gera meira í þessum málum, sérstaklega þegar haft er í huga þetta Icesave-mál, þetta eru hundruðir milljarða og það er ekkert í áætlunum ríkisstjórnar um það að reyna að endurheimta neina hluta af þessu fé með því að láta þá sem ollu skaðanum borga til baka."(ruv.is)

 

Ég er sammála Borgarahreyfingunni í þessu atriði.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband