Verður Ice save samkomulagið okkur ofviða?

Nú styttist í að alþingi afgreiði tillögu um  ríkisábyrgð vegna Ice save samkomulagsins.Væntanlega verður það gert í næstu viku. Miklar deilur eru um málið.Margir telja,að Íslendingar ráði ekki við að greiða skuldir samkvæmt samkomulaginu sem gert var.Í viðtali sem Mbl. birti við Indriða Þorláksson,sem var í samninganefndinni, kom fram,að  greiðslur Íslands vegna Ice save samkomulagsins yrðu um það bil 3% af landsframleiðslu  á ári eða álíka og reiknað væri með að þjóðarframleiðslan mundi aukast   árlega þegar greitt væri.Taldi Indriði þetta viðráðanlegt.Samkvæmt þessu verður Ísland að fresta lífskjarabata vegna Ice save samkomulagsins og setja hagvöxtinn í greiðslur af Ice save.

Það er huggun,að Ísland ráði við Ice save samkomulagið. En eftir stendur spurningin: Ber Íslandi 

(isl. ríkinu) skylda að lögum og samkvæmt tilskipun ESB að greiða  Íce save skuldirnar.Ekkert kemur fram í lögum eða tilskipun ESB að ríkinu beri skylda til þess að borga ef innstæðutryggingasjóður geti ekki greitt.En hvers vegna er íslenska ríkið þá að greiða. Jú það er einfalt. Ísland var kúgað. ESB,Bretar og Hollendingar og IMF beittu Ísland kúgun og ríkisstjórn Geirs Haarde sá sig tilneydda að lýsa því yfir ( skriflega) að hún mundi greiða. Eftir það varð ekki aftur snúið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband