Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Jón Bjarnason verður að styðja þál. alþingis um aðildarviðræður
Fyrir nokkru hreyfði Jón Bjarnason ráðherra þeirri hugmynd opinberlega,að aðildarviðræðum Íslands við ESB yrði frestað sökum erfiðrar stöðu Íslands vegna kreppunnar og vegna neikvæðrar afstöðu margra þjóða í garð Íslands. Þessi hugmynd Jóns hefur mælst illa fyrir hjá samstarfsflokknum,Samfylkingunni og hjá Árna Þ.Árnasyni formanni utanríkismálanefndar,samflokksmanni Jóns.Jón Bjarnason hefði getað viðrað þessa hugmynd innan síns flokks og jafnvel innan ríkisstjórnarinnar án þess að gera hana opinbera.En Jón Bjarnason getur ekki lýst þessari skoðun opinberlega þar eð alþingi hefur samþykkt aðildarviðræður við ESB og Jón verður sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands að framfylgja samþykktum alþingis.Jón á engra kosta völ í þessu efni. Hann verður að fylgja samþykkt alþingis um aðildarviðræður við ESB.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.