Settu Norðurlönd skilyrði eða ekki?

Engin skilyrði voru fyrir því í lánasamningum við Norðurlöndin að Alþingi samþykkti Icesave-samkomulagið. Þetta segir Jón Sigurðsson, sem fór fyrir samninganefnd um lánin.

Hann segir að lögð hafi verið áhersla á að Íslendingar stæðu við skuldbindingar sínar.

1. júlí var gengið frá samningum um að Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar myndu lána Seðlabanka Íslands 1,8 milljarða evra. Í sameiginlegri tilkynningu landanna segir að lánsféð verði greitt í fjórum jöfnum hlutum, tengdum fjórum fyrstu endurskoðunum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun sjóðsins og ríkisstjórnarinnar.

Í yfirlýsingunni segir að í því sambandi séu samningar Íslendinga við Breta og Hollendinga um uppgjör skuldbindinga Íslands vegna Icesave-málsins mikilvægur áfangi.

Jón Sigurðsson formaður samninganefndarinnar segir að í lánasamningunum sjálfum séu engin skilyrði tengd Icesave. En Norðurlöndin hafi frá upphafi samningaviðræðna lagt á það ríka áherslu að staðið verði við yfirlýsingu um að Ísland standi við skuldbindingar sínar um innstæðutryggingar. Í samskiptum við samninganefndi Norðurlandanna hafi þetta margoft komið fram. Jón segir að það sem ráði þessari afstöðu Norðurlanda sé án efa samábyrgðartilfinnig þeirra gagnvart bankakerfum Evrópulanda, bæði þeirra eigin og annarra, en hætt væri við að í það kæmi brestur ef ekki væri staðið við innstæðutryggingar. (ruv)

Það sem haft er eftir Jóni Sigurðssyni um þetta mál er frekar loðið. Sagt er,að ekkert skilyrði sé í sjálfum lánasamningunum um uppgjör Ice save.En í yfirlýsingu  Norðurlanda,sem fylgdi með er sagt,að uppgjör Ice save sé mikilvægur áfangi.Mér sýnist af þessu að Norðurlöndin taki þátt í því með ESB og IMF að kúga Ísland.Svo einfalt er það.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband