Ársverðbólgan 11,3%,hefur lækkað á ársgrundvelli

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 16,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,7% sem jafngildir 11,3% verðbólgu á ári. Hefur verðbólgan lækkað úr 12,2% frá í júní.

Þetta segir í frétt á vefsíðu Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júlí 2009 er 345,1 stig og hækkaði um 0,17% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 323,9 stig og hækkaði hún um 0,56% frá júní.

Sumarútsölur eru í fullum gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 7,3% (vísitöluáhrif -0,43%). Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 2,6% (-0,35%) og voru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,32% en af lækkun raunvaxta -0,03%.

Verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 4,8% (0,23%). Þar af voru áhrif af hækkun bensíngjalds 0,28%. Verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækkaði um 4,7% (0,16%) og verð nýrra bíla hækkaði um 3,4% (0,12%). (vísir.is)

Þetta er lítil lækkun.Það gengur hægt að vinna á verðbólgunni. Hvað þetta segir um stýrivexti Seðlabankans er óvíst. Ég reikna með óbreyttum vöxtum eða örlítilli lækkun.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband