Stuðningur við ríkisstjórn minnkar

Um 43 prósent þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gærkvöldi, sögðust styðja sitjandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Alls sögðust 57 prósent ekki styðja stjórnina.

Stuðningur við ríkisstjórnina var afgerandi hjá stuðningsmönnum Samfylkingar og Vinstri grænna. Aðeins fimm prósent stuðningsmanna Vinstri grænna sögðust ekki styðja ríkisstjórnina og átta prósent þeirra sem styðja Samfylkinguna.

Lítill munur var á afstöðu kynjanna, en konur virðast heldur sáttari við stjórnina. Alls sögðust 45 prósent kvenna styðja ríkisstjórnina en 41 prósent karla.

Hringt var í 800 manns í gærkvöldi. Spurt var: Styður þú núverandi ríkisstjórn? Alls tóku rúmlega 87 prósent afstöðu til spurningarinnar, samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í dag.(mbl.is)

Þetta kemur ekki á óvart. Ríkisstjórnin hefur þurft að gera óvinsælar ráðstafanir svo sem að hækka skatta og því minnkar fylgi hennar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband