Deila Mbl. og Jóns Ásgeirs

Auðmaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson sakar ónefndan blaðamann Morgunblaðsins um að hafa hringt í hann kófdrukkinn og hótað sér. Þá vill hann meina að reynt hafi verið að kúga út úr honum fé gegn því að tölvupósturinn yrði ekki birtur um leikáætlun hans varðandi skíðaskálann í Frakklandi.

Orðrétt segir Jón í tilkynningu sinni:

„Morgunblaðið hefur ítrekað hótað að birta umræddan tölvupóst sem er stolinn og skrumskældur. Blaðamaður blaðsins hefur hringt í undirritaðan kófdrukkinn og hótað birtingu póstsins auk þess sem reynt hefur verið að kúga út úr mér fé gegn því að sleppt yrði að birta póstinn."

Jón Ásgeir nefnir enginn nöfn í tilkynningunni. Hann sakar einnig blaðamenn Morgunblaðsins um að hafa „fiktað" í póstinum og breytt upphæðum.

Þá segir hann að Morgunblaðið hafi ekki haft rétt eftir skiptastjóra þrotabús Baugs, Erlendi Gíslasyni í fréttinni sem sagði að það væri verið að skoða að rifta kaupsamningi Baugs við Gaum á frönskum skíðaskála. Fullyrðir Jón Ásgeir að Erlendur hafi staðfest þetta í samtali við hann.

Þess má geta að í Morgunblaðinu í dag stendur að leitað hafi verið viðbragða hjá Jóni Ásgeiri við vinnslu fréttarinnar en hann hafi ekki viljað tjá sig um málið.Varðandi hugsanlega riftun þrotabús Baugs Group hf. m.a. á ,,stórum skíðaskála í Frakklandi“ vill Jón Ásgeir Jóhannesson taka eftirfarandi fram:

Öll viðskipti milli Baugs Group hf. og Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. fyrir gjaldþrot Baugs Group hf. voru á eðlilegu verði, sem staðfest var af óháðum aðila.(visir,is)

Erfitt er að vita hvað rétt er  i þessu máli.Það

stendur staðhæfing gegn staðhæfingu.Mbl. birti frétt um að þrotabú Baugs væri að íhuga að rifta sölu Baugs á skíðaskála í Frakklandi til Gaums.Jón Ásgeir neitar þessu.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband