58,5% styðja aðildarviðræður

Meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins sagðist fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB). Alls sögðust 58,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi viðræðum, en 41,5 prósent sögðust andvíg þeim.

Þegar þeir sem sögðust óákveðnir eða vildu ekki svara eru teknir með eru 51 prósent fylgjandi viðræðum, 36,1 prósent á móti, 12,1 prósent óákveðnir og 0,8 prósent vildu ekki svara.

Skiptar skoðanir eru innan allra stjórnmálaflokka um ágæti aðildar­viðræðna, en meirihluti stuðningsmanna beggja stjórnarflokka styður viðræðurnar. Meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðis­flokks og Framsóknarflokks er hins vegar andvígur aðildar­viðræðum.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 89,1 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar styðja viðræðurnar, og 56,8 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna. Af þeim sem sögðust myndu kjósa Borgarahreyfinguna voru 58,3 prósent fylgjandi viðræðum.

Alls voru 46,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn fylgjandi viðræðum, en 53,6 prósent á móti. Um 39,3 prósent stuðningsmanna Framsóknar­flokksins sagðist styðja aðildarviðræður, en 60,7 prósent sögðust á móti.

Hringt var í 800 manns þriðjudaginn 28. júlí. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var: Ert þú fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið? Alls tók 87,1 prósent aðspurðra afstöðu til spurningarinnar.(visir,is)

Samkvæmt þessari könnun er nú öruggur meirihluti fylgjandi viðræðum um aðild að ESB.Þessi meirihluti hefur aukist.Það er athyglisvert þrátt fyrir miklar deilur um málið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband