Gengi krónunnar að verða eins lágt og við hrunið

Gengi krónunnar hefur verið að lækka í morgun í fremur litlum viðskiptum. Nemur lækkunin 0,7%. Gengisvísitalan er í 236,7 stigum og í sínu hæsta gildi á árinu. Krónan hefur því ekki áður verið lægri á þessu ári. Kostar evran nú tæplega 182 krónur og er hún einungis 6 krónum frá því að vera jafn dýr og hún varð dýrust eftir bankahrunið í október á síðasta ári.

Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að eftir tímabil stöðugleika frá því í upphafi júní síðastliðinn hefur krónan verið að lækka í þessari viku samtals um 2,0%.

Króna hefur verið að lækka í verði þrátt fyrir mikil gjaldeyrishöft, inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði, umtalsverðan mun á innlendum og erlendum vöxtum og mikinn afgang af vöru- og þjónustujöfnuði við útlönd. Lítil trú er á krónunni og talsverðar væntingar um frekari lækkun hennar.

Hvorutveggja gerir það að verkum að vilji fjármagnseigenda til að halda krónunni er lítill. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri hafa verið lítil og litlar fjárhæðir þarf því til að hreyfa gengi krónunnar nokkuð. (visir.is)

Þetta eru skuggalegar staðreyndir. Það virðist ekkert koma fram af því sem spáð var,að gengið mundi styrkjast.Þrátt fyrir allt sem gert hefur verið til þess að endurreisa bankana,umsókn um ESB og fleira hefur gengið ekkert styrkst.Nú er sagt,að neikvæð afstaða IMF valdi lækkun á genginu.Hvaða gagn  er í IMF?

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband