Lán IMF frestast vegna Ice save!

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur frestað því að taka fyrir efnahagsáætlun Íslands vegna þess að Icesave-málið svokallaða er ennþá óleyst. Fundurinn sem boðaður hafði verið þann 3. ágúst er ekki lengur á dagsrká.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur frestað því að taka fyrir efnahagsáætlun Íslands. Á heimasíðu sjóðsins er ekki lengur að finna áður boðaðan fund þar sem málefni Ísland átti að vera tekið fyrir. 

Haft er eftir Carolin Atkinson, talsmanni sjóðsins á fréttaveitunni Bloomberg, að Íslendingar verði að leysa Icesave-málið  til að setja ekki af stað aftur alþjóðlega andúð sem varð á sínum tíma til þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum á íslenska banka.

Fyrstu endurskoðun á efnahagsáætlun Íslendinga hefur því frestast. Það þýðir að önnur greiðsla lánsins frá AGS til Íslands mun frestast.

Unnið var að því í fjármálaráðuneytinu langt fram á kvöld í gær að fá stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að taka fyrir endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands á mánudag, eins og stefnt var að. Það var ljóst nú fyrir stundu að sjóðurinn ætlar sér ekki að taka mál Íslands fyrir þrátt fyrir að gríðarleg áhersla hafi verið lögð á það af hálfu íslenskra stjórnvalda að endurskoðuninni yrði ekki frestað frekar.

Engin lán berast frá sjóðnum eða Norðurlöndum fyrr en áætlunin hefur verið endurskoðuð. (ruv,is)

Talsmenn IMF hafa keppst við að segja,að ekkert samband væri á milli aðstoðar IMF og Ice save samkomulagsins. En það eru ósannindi.Nú hafa borist fregnir   af því, að önnur greiðsla láns IMF frestist þar eð ekki sé búið að leysa Ice save deiluna. Það er búið að ljúga stanslaust að Íslendingum í þessu máli.Málið er mjög einfalt: Bretar og Hollendingar og fleiri áhrifaþjóðir í ESB beita áhrifum sínum hjá IMF til þess að stöðva lánveitingar til Íslendinga á meðan Ísland hefur ekki samþykkt Ice save málið á alþingi.Ísland á rétt á aðstoð IMF ,þar eð Ísland er aðili ao sjóðnum og borgar til hans. En samt er beitt bolabrögðum gegn Íslandi og komið í veg fyrir,að Ísland fái eðlilega fyrirgreiðslu. Skyldi vera eins staðið að málum ef Þýzkaland eða Bretland væri að sækja um aðstoð hjá IMF?

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband