Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Byggðakvótinn óbreyttur
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að byggðakvótinn verði 3.885 tonn næsta fiskveiðiár, verði ekki skertur þrátt fyrir strandveiðar. Nýjar reglugerðir vegna veiða í atvinnuskyni voru undirritaðar í dag.
Þá verður 500 tonnum bætt við ýsukvótann til línuívilnunar. Og segir í fréttatilkynningu að línuívilnun sé fyrirkomulag sem þykir hafa í aðalatriðum tekist vel og sé atvinnuskapandi. Og þyki því rétt að auka vægi hennar nokkuð.
þá hefur verið gefin út reglugerð til stuðnings skel- og rækjubátum sem hafa orðið fyrir verulegri skerðingu aflaheimilda.
En vísað er til þess að nú sé að hefjast endurskoðun fiksveiðistjórnunarkerfisins og hljóti þessi þáttur að koma til endurskoðunar líkt og annað.
Samtals nema þær heimildir sem hér um ræðir 10.473 þorskígildistonnum og dragast frá heildarúthlutun.(mbl.is)
Það eru góðar fréttir,að byggðakvótinn skuli óbreyttur.Reiknað var með því í fyrstu ,að byggðakvótinn yrði skertur vegna stranveiðanna en svo verður ekki.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.