Er IMF að draga Ísland á asnaeyrunum?

Það var mjög umdeilt á Íslandi sl. haust hvort leita ætti til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF)um aðstoð eða ekki.Margir voru alveg a móti því svo sem Ögmundur Jónasson og Davið Oddsson .Aðrir hvöttu ákaft til þess eins og Þorvaldur Gylfason prófessor.Niðurstöðuna þekkja allir.Þeir sem andvígir voru töldu það niðurnægjandi að leita til IMF og t.d. Ögmundur benti á,að IMF hefði hagað sér illa við mörg ríki í S-Ameriku og í Asíu. Þess hefði m.a. verið krafist að félagslega kerfið yrði skorið niður. Þessu trúðu menn tæpast.

Núverandi ríkisstjórn hefur lagt sig fram um að uppfylla skilyrði IMF. En allt kemur fyrir ekki.Það er alveg sama þó ríkisstjórnin gangi að skilyrðum IMF  það gildir einu. Stjórn IMF þarf að sýna vald sitt og niðurlægja Ísland. Það hefur meira en svo hvarflað að mér,að við ættum að skila láni IMF sem liggur óhreyft á banka í New York.Við mundum þá líka afþakka lánin frá Norðurlöndunum. í staðinn mundum við snúa okkur að ríkjum sem vildu lána okkur án skilyrða,svo sem til Japan,Kína,Kanada,Póllands og fleiri ríkja.

Lán frá IMF og frá Norðurlöndum áttu að vera til þess að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð og gera okkur kleift að taka upp frjáls gjaldeyrisviðskipti.Það hefur ekki gerst enn og óvíst er hvenær það gerist.Það eru  8 1/2 mánuður síðan við fengum lán frá IMF.Það hefur ekki skipt okkur neinu máli enn.Ég veit ekki hvort við eigum samleið með IMF eða  ekki.Þetta er ekki stofnun mér að skapi. Vissulega verðum við Íslendingar að koma peningamálum okkar í lag. Við getum það án skilyrða IMF. Við getum það af eigin rammleik.

Björgvin Gu ðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband