Föstudagur, 31. júlí 2009
Frítekjumark ekki hækkað á næstunni
Mbl. birtir viðtal við Stefán Ólafsson prófessor í dag um endurskoðun almannatryggingalaganna.Fram kemur,að endurskoðunarnefndin vilji hækka frítekjumörk og einfalda tryggingakerfið.Telur Stefán,að slíkar aðgerðir gætu dregið úr öfgreiðslum en ofgreiðslurnar eru nú orðnar mikið vandamál og námu nú 3 milljörðum.Árni Páll ráðherra sagði hins vegar við Mbl.,að ekki yrði um neina hækkun að ræða næstu misserin.
Uppsláttur Mbl. á því að hækka eigi frítekjumörk virðist því út í hött þar eð ekki verður um neina hækkun að ræða á næstunni samkvæmt því sem ráðherra segir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.